Fjármála- og efnahagsráðuneytið stendur fyrir námskeiðum til þess að efla færni starfsmanna ríkisins þegar kemur að sameiginlegu skrifstofuumhverfi ríkisins, Microsoft Office 365. Markmið námskeiðanna er að auka stafræna færni starfsfólks og styðja stofnanir í að stuðla að nútímalegu vinnuumhverfi í samræmi við stefnu hins opinbera um stafræna þjónustu. Í þessu skyni hefur ráðuneytið í samvinnu við Promennt skipulagt þrjú námskeið í tengslum við Microsoft 365, þar sem Teams, skjalavistun, Forms og Lists eru í fyrirrúmi. Námskeiðin þrjú styðja hvert við annað, þar sem þekking og færni eykst og styrkist með hverju námskeiðinu.
Hægt er að skrá sig strax á námskeiðin sem haldin eru í fjarkennslu. Nánari upplýsingar eru á vef Promennt.
Efnisorð