COVID-19: Bólusetning 5 til 11 ára skólabarna
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að foreldrum barna 5-11 ára verði boðið að láta bólusetja börn sín gegn Covid-19. Bólusetning barna í þessum aldurshópi hefst á höfuðborgarsvæðinu í dag. Bólusett verður í Laugardalshöll dagana 10. til 13. janúar. Upplýsingar um bólusetningar barna eru á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og á vefsíðum heilbrigðisstofnana um allt land.
Bólusetning er alltaf val. Þau sem fara með forsjá barns og deila með því lögheimili þurfa að taka afstöðu til bólusetningar barns á skráningarsíðunni skraning.covid.is. Þar er hægt að;
- skrá barn sitt í bólusetningu
- skrá aðra aðila sem heimilt er að fylgja barninu í bólusetningu
- hafna/bíða með bólusetningu
Upplýsingar og fræðsla um bólusetningu barna
Nánari upplýsingar um bólusetningar barna á mörgum tungumálum eru á vefsvæðinu covid.is/barn.
Einnig eru upplýsingar fyrir 5 til 11 ára börn og forráðamenn þeirra á vef landlæknis.
Sóttvarnasvið embættis landlæknis hefur tekið saman myndrænar upplýsingar um bólusetningar barna fyrir börn og forráðamenn þeirra í samstarfi við umboðsmann barna og ráðgjafarhóp umboðsmanns barna.