Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Viljayfirlýsing um að reisa hjúkrunarheimili í Kópavogi fyrir 120 íbúa

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs hafa undirritað viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis í Kópavogi fyrir 120 íbúa. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og að heimilið verið tilbúið til notkunar árið 2026.

„Það er einkar ánægjulegt að skrifa undir þessa viljayfirlýsingu. Með þessu fjölgar hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu og við stígum enn eitt skref í þá átt að bæta aðstæður aldraðra sem ekki eru færir um að búa lengur á eigin heimili“ segir heilbrigðisráðherra

Gert er ráð fyrir að nýja heimilið leysi af hólmi hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð þar sem fyrir eru 70 hjúkrunarrými, þar af 17 tvíbýli. Með nýja heimilinu fjölgar hjúkrunarrýmum í Kópavogi um 50 og öll aðstaða íbúa verður í samræmi við nútímakröfur um húsnæði og aðbúnað.

Áformað er að heimilið rísi á lóð Kópavogsbæjar við Kópavogsbraut. Kostnaður við framkvæmdir mun skiptast þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði en Kópavogsbær greiðir 15%.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta