Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: breyting á lögum nr. 87/2018 (nikótínvörur)

  - myndHelloquence á Unsplash

Birt hafa verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Með frumvarpinu er ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á nikótínvörum, þar á meðal nikótínpúðum.

Með áformuðum lagabreytingum verður nikótínvörum bætt inn í lögin á viðeigandi staði sem hefur það í för með sér að þær muni að mestu leyti lúta sömu reglum og gilda um rafrettur og áfyllingar fyrir þær. Með því eru settar heildstæðar reglur um heimildir til innflutnings, sölu og markaðssetningar á nikótínvörum, auk reglna um eftirlit með slíkum vörum til að viðhlítandi öryggi verði tryggt.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta