Tvær umsóknir bárust um embætti ríkislögmanns
Forsætisráðuneytinu bárust tvær umsóknir um embætti ríkislögmanns en umsóknarfrestur rann út 15. janúar sl. Umsækjendur um embættið eru Fanney Rós Þorsteinsdóttir, hæstaréttarlögmaður við embætti ríkislögmanns, og Þórhallur Haukur Þorvaldsson, hæstaréttarlögmaður og meðeigandi hjá Draupni lögmannsþjónustu.
Ríkislögmaður fer með rekstur dómsmála fyrir ríkið og stofnanir þess. Embættið sinnir einnig málflutningi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólnum. Þá geta ráðherrar óskað lögfræðilegs álits ríkislögmanns um einstök málefni.
Forsætisráðherra mun skipa í embættið til fimm ára frá 1. mars nk.