Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2022 Forsætisráðuneytið

Þrír forsetaúrskurðir vegna breytinga á skipan Stjórnarráðsins birtir

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Ríkisráð kom saman til fundar á Bessastöðum í dag. Auk þess að endurstaðfesta tillögur sem samþykktar voru utan ríkisráðs frá síðasta ríkisráðsfundi, undirritaði forseti Íslands þrjá forsetaúrskurði vegna breytinga á skipan ráðuneyta.

Úrskurðirnir þrír sem hafa verið birtir í Stjórnartíðindum taka gildi á morgun, 1. febrúar 2022. Um er að ræða forsetaúrskurð um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti, forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra.

Frá og með 1. febrúar nk. mun Stjórnarráð Íslands skiptast í 12 ráðuneyti:

  • Forsætisráðuneyti
  • Dómsmálaráðuneyti
  • Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
  • Fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti
  • Heilbrigðisráðuneyti
  • Innviðaráðuneyti
  • Matvælaráðuneyti
  • Menningar- og viðskiptaráðuneyti
  • Mennta- og barnamálaráðuneyti
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
  • Utanríkisráðuneyti

Forsetaúrskurður um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti

Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands

Forsetaúrskurður um skiptingu starfa ráðherra

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta