Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Ný heildarlöggjöf um dýralyf samþykkt á Alþingi

Kýr í haga - myndStjórnarráðið

Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra að nýrri heildarlöggjöf um dýralyf. Lögin fela í sér innleiðingu á reglugerðum Evrópusambandsins í íslenskan rétt í kjölfar heildarendurskoðunar sambandsins á löggjöf um dýralyf. Markmið laganna er að tryggja gæði og öryggi dýralyfja með öryggi og velferð dýra að leiðarljósi. Þar er ekki síst horft til þess að tryggja yfirsýn yfir skráningu, sölu og notkun sýkingalyfja sem notuð eru fyrir dýr í því skyni að halda aftur af útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Lögin öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta