Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Svar við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis

Með bréfi dags. 1. febrúar sl. óskaði umboðsmaður Alþingis eftir skýringum á því á hvaða lagagrundvelli ákvörðun ráðherra um að skipa Skúla Eggert Þórðarson, fyrrum ríkisendurskoðanda, í embætti ráðuneytisstjóra án auglýsingar væri reist. Ef skipunin væri reist á ákvæði starfsmannalaga um flutning embættismanna var jafnframt óskað eftir forsendum og lagasjónarmiðum sem byggi þar að baki.

Með bréfi dagsettu í dag hefur ráðuneytið svarað bréfi umboðsmanns. Í svari ráðuneytisins er gert grein fyrir þeim lagagrundvelli sem flutningur í embætti ráðuneytisstjóra er reistur á og helstu sjónarmiðum um túlkun laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og laga um ríkisendurskoðun. Þar kemur meðal annars fram að þar sem um flutning í nýtt embætti ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins var að ræða var ekki skylt að auglýsa embættið laust til umsóknar sbr. 2. málsl. 1. mgr. 7. Gr starfsmannalaga.

Þó er heimilt að skipa mann eða setja í embætti skv. 2. mgr. 23. gr. eða setja í forföllum skv. 1. málsl. 24. gr. eða flytja hann til í embætti skv. 36. gr. án þess að embættið sé auglýst laust til umsóknar.

Skipunartíminn er til 28. febrúar 2023.

Bréf ráðuneytisins til umboðsmanns

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta