Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Skýrsla um jafnrétti og háskólastöður

Markmið verkefnisins var að rannsaka kynjamun í framgangi akademískra starfsmanna háskóla á Íslandi, aukið brotthvarf kvenna úr vísindum og hraðari framgang karla út frá framgangskerfi háskólanna.

Niðurstöðurnar sýna að almennt hafa litlar breytingar orðið á stöðu og þróun kynjajafnréttis í akademískum stöðum í háskólum á Íslandi á síðustu fimm árum, þó hlutur kvenna hafi aukist innan einkareknu háskólanna. Akademískur vinnumarkaður hér á landi er enn kynjaskiptur. Karlar eru almennt í meirihluta í efsta akademíska stöðugildinu og konur í því lægsta. Auk þess skiptast svið háskólanna upp í hefðbundin karlasvið og hefðbundin kvennasvið. Það eru vísbendingar um að framgangshraði sé hægari meðal kvenna en karla og að konur hverfi yngri frá störfum í háskólunum en karlar.

Samkvæmt skýrslunni er ýmislegt í fyrirkomulagi framgangsmála sem er hagstæðara fyrir suma hópa en aðra sem ýtir undir og viðheldur kynjamisrétti og annars konar misrétti, s.s. megináhersla á rannsóknir, stigveldi vísindanna, óhlutdrægir mælikvarðar, matskennd afstaða við mat á störfum akademísks starfsfólks, kynjuð verkaskipting og menning „umönnunar-ábyrgðarleysis“ innan háskólastofnana. 

Byggt á niðurstöðum rannsóknarinnar, fræðilegri umræðu og alþjóðlegum aðgerðum leggur skýrslan fram tillögur til úrbóta sem innlegg í framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum.

Skýrslan er unnin af Finnborgu Salome Steinþórsdóttur, nýdoktor í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Verkefnið er liður í framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum fyrir árin 2020-2023.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta