Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2022 Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Starfshópur um umbætur á húsnæðismarkaði skipaður

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaði. Verkefni hópsins er m.a. að fjalla um leiðir til að auka framboð á húsnæði til að mæta uppsafnaðri og fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa til lengri og skemmri tíma og um leiðir til að stuðla að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði.

Starfshópurinn er skipaður í kjölfar samtals stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði á vettvangi þjóðhagsráðs og sem framhald vinnu átakshóps í húsnæðismálum sem skilaði tillögum í janúar 2019. Af rúmlega 40 aðgerðum sem ákveðið var að ráðast í er 27 lokið en vinna við aðrar er enn í gangi.

Starfshópurinn skal kynna stjórnvöldum og heildarsamtökum á vinnumarkaði heildstæða lausn á viðfangsefnum sínum og tillögur að aðgerðum eigi síðar en 30. apríl nk.

Starfshópinn skipa:

  • Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður, án tilnefningar
  • Gísli Gíslason, formaður, án tilnefningar
  • Henný Hinz, f.h. forsætisráðherra
  • Ingilín Kristmannsdóttir, f.h. innviðaráðherra
  • Ólafur Heiðar Helgason, f.h. fjármála- og efnahagsráðherra
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, f.h. félags- og vinnumarkaðsráðherra
  • Regína Ásvaldsdóttir, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Fannar Jónasson, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Eyjólfur Árni Rafnsson, f.h. Samtaka atvinnulífsins
  • Bjarni Þór Sigurðsson, f.h. Alþýðusambands Íslands
  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, f.h. BSRB, BHM og KÍ

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta