Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2022 Dómsmálaráðuneytið

Teitur Björn Einarsson ráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra

Teitur Björn Einarsson - mynd
Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra.

Teitur lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2007. Teitur starfaði sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra á árunum 2014 til 2016 og var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi kjörtímabilið 2016-2017. Síðan þá hefur hann verið fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur hefur verið lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni frá 2020.

Teitur Björn var formaður starfshóps ríkisstjórnarinnar, f.h. fjármálaráðherra, um aðgerðir til að treysta atvinnu og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna 14. janúar 2020. Hann hefur verið stjórnarmaður í Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, f.h. fjármálaráðherra síðan 2018, setið í nefnd um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni 2017 og verið formaður undanþágu- og mönnunarnefndar fiskiskipa.

Á Alþingi átti Teitur sæti í umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkismálanefnd Alþingis ásamt því að gegna embætti 6. varaforseta Alþingis. Enn fremur átti Teitur sæti í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og eftirlitsnefnd norræna fjárfestingabankans (NIB).

Brynjar Níelsson er einnig aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta