Hoppa yfir valmynd
2. mars 2022 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundaði með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í Brussel í kvöld.

Innrás Rússlands í Úkraínu var eina efni fundarins og ræddu þau það grafalvarlega ástand í mannúðarmálum sem upp er komin vegna hernaðarins. Forsætisráðherra gerði grein fyrir viðbótarframlagi íslenskra stjórnvalda til mannúðaraðgerða og sagði Ísland órofa hluta af þeirri alþjóðlegu samstöðu sem myndast hefur gegn ólögmætu stríði Rússlands.

Forsætisráðherra er í Brussel í tengslum við viðburð jafnréttisnefndar Evrópuþingsins þar sem hún flytur aðalræðu viðburðarins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta