Hoppa yfir valmynd
8. mars 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kynning á skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum - beint streymi

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnir í dag niðurstöðu skýrslu starfshóp sem fékk það verkefni að vinna úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálunum með vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum.

Hægt er að fylgjast með kynningunni í beinu streymi á vef Stjórnarráðsins.

Markmiðið var að draga fram staðreyndir á grundvelli faglegra sjónarmiða og upplýsinga á sviði orkumála á aðgengilegu formi til upplýsinga fyrir stjórnvöld, hagaðila og almenning.

Starfshópurinn skipuðu:

·        Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og formaður hópsins.

·        Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.

·        Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins.

Erla Sigríður Gestsdóttir, sérfræðingur og Magnús Dige Baldursson, lögfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu störfuðu með starfshópnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta