Hoppa yfir valmynd
8. mars 2022 Forsætisráðuneytið

Vinna hafin við rúm 80% verkefna í stjórnarsáttmála

Forsætisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir stöðu þeirra verkefna sem sett eru fram í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Samantektin leiðir í ljós að vinna við rúmlega 80% verkefna er hafin eða komin vel á veg en vinna við tæplega 20% verkefna ekki hafin.

Í samvinnu við önnur ráðuneyti hefur forsætisráðuneytið skipt verkefnum í stjórnarsáttmála niður á ábyrgðarsvið ráðherra og kallað eftir upplýsingum frá ráðuneytum um stöðu verkefna og áætlaða framvindu á kjörtímabilinu. Verkefni í stjórnarsáttmála eru 213 en nokkrum þeirra hefur verið skipt upp þannig að heildarfjöldi er nú 242.

 

Forsætisráðuneytið mun næst taka saman upplýsingar um stöðu verkefna í júní og þá verða birtar nánari upplýsingar um framvindu hvers verkefnis.

Nánar um stöðu aðgerða

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta