Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra flytur Alþingi árlega skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál 10. mars. Skýrslan í ár miðast við almanaksárið 2021 en í þingskjalinu er að finna samantekt og það sem hæst ber.
Í skýrslunni er farið ofan í saumana á stöðu utanríkismála Íslands og allt það helsta sem dreif á daga utanríkisþjónustunnar árið 2021. Í fyrsta skipti er skýrslan skreytt ljósmyndum af vettvangi utanríkismála en eins og síðustu ár er líka að finna mikið af tölulegum upplýsingum sem settar eru fram með myndrænum hætti.