Hoppa yfir valmynd
14. mars 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ráðherra heimsótti Bláskógabyggð

„Gullni hringurinn er ekki aðeins dagsferð fyrir ferðamenn, hér er hægt að dvelja lengi og njóta alls hins besta sem Bláskógabyggð og nær sveitir hafa upp á að bjóða,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra sem heimsótti sveitafélagið Bláskógabyggð og hitti þar rekstraraðila og sveitastjórnarmenn.

Ráðherra fékk góða yfirsýn yfir þau verkefni sem unnið hefur verið að á vettvangi ferðaþjónustunnar og heimsótti bæði Friðheima og Hótel Geysi. Þar hitti ráðherra eigendur og rekstraraðila og ræddi meðal annars um áhrifin sem heimsfaraldurinn hafði á fyrirtækin og framtíðarhorfur.

 

„Gríðarleg uppbyggingin hefur átt sér stað á svæðinu og áhersla er lögð á upplifun ferðamanna. Augljóst er að þar er unnið að því að Ísland sé framúrskarandi í ferðaþjónustu. Ég hlakka til að heimsækja fleiri sveitafélög og rekstraraðila í ferðaþjónustu um allt land,“ segir Lilja. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta