Umsækjendur um embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
Átta umsækjendur sóttu um embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar frá miðjum febrúar.
Umsækjendur eru:
Maren Albertsdóttir, skrifstofustjóri umboðsmanns Alþingis
Ómar Stefánsson, settur formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
Karl Gauti Hjaltason, fyrrv. þingmaður
Unnþór Jónsson, settur varaformaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
Herdís Hallmarsdóttir, lögfræðingur
Elín Ósk Helgadóttir, lögfræðingur og aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Þórir Örn Árnason, lögmaður
Arnór Snæbjörnsson, yfirlögfræðingur
Valnefnd sem skipuð hefur verið af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.