Vilji stjórnmálasamtök þiggja opinbera styrki þurfa þau að skrá sig
(Athugið! Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var missagt að stjórnmálasamtökum væri skylt að skrá sig á stjórnmálasamtakaskrá hyggist þau bjóða fram í kosningum nú í vor. Hið rétta er að stjórnmálasamtökum er þetta ekki skylt en þiggi þau fjárframlög frá sveitarfélaginu á grundvelli 5.gr laga nr. 162/2006 (skilyrði úthlutunar að viðkomandi samtök hafi a.m.k. fengið 1 mann kjörinn eða 5% atkvæða) þá ber samtökunum skylda til að vera skráð á stjórnmálasamtakaskrá ríkisskattstjóra, sbr. 5.gr.a laganna. Þessu hefur verið breytt hér að neðan)
Ný kosningalög tóku gildi í byrjun þessa árs, lög nr. 112/2021. Lögin gilda um kosningar til sveitarstjórna sem fram fara þann 14. maí næstkomandi.
Um skráningu stjórnmálasamtaka er fjallað í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006, þar sem segir að ríkisskattstjóri skrái stjórnmálasamtök og starfræki stjórnmálasamtakaskrá.
Hyggist stjórnmálasamtök bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum og jafnframt þiggja opinbera styrki sem þeim standa til boða, þurfa þau að vera skráð í stjórnmálasamtakaskrá. Skráning samtakanna er hins vegar ekki fortakslaus skylda, þótt boðið sé fram í kosningum. Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var missagt að samtökum væri skylt að skrá sig, hyggist þau bjóða fram. . Ef stjórnmálasamtök hyggjast þiggja fjárframlög frá sveitarfélaginu á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006. (skilyrði úthlutunar að viðkomandi samtök hafi a.m.k. fengið 1 mann kjörinn eða 5% atkvæða) þá ber samtökunum skylda til að vera skráð á stjórnmálasamtakaskrá ríkisskattstjóra, sbr. 5.gr. a laganna.
Allar upplýsingar um umsóknarferlið er að finna inn á vefsíðu ríkisskattstjóra, sjá eftirfarandi hlekk: www.skatturinn.is/fyrirtaekjaskra/felagasamtok-og-onnur-felog/stjornmalasamtok/
Á vef skattstjóra kemur fram að skráning í skrána sé valkvæð fyrir stjórnmálasamtök. Ætli samtök hins vegar að bjóða fram í kosningum og þiggja opinbera styrki að uppfylltum lagaskilyrðum, þá er þeim skylt að vera skráð í stjórnmálasamtakaskrá.
Stjórnmálasamtakaskráin er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins; https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/stjornmalasamtakaskra/