Hoppa yfir valmynd
25. mars 2022 Utanríkisráðuneytið

Loftferðasamningur Íslands og Chile undirritaður í Osló

Frá undirritun samningsins í sendiráði Íslands í Osló - mynd

Loftferðasamningur milli Íslands og Chile var undirritaður í gær í Osló. Samningurinn veitir afar víðtæk réttindi og tekur til áætlunarflugs milli ríkjanna án takmarkana á fjölda áfangastaða, flutningsmagni eða tíðni fluga. Jafnframt veitir samningurinn rétt til flugs til viðkomustaða handan áfangastaða á Íslandi og Chile og til flugs með farþega og/eða frakt frá þriðja ríki til annars ríkis án viðkomu í heimaríki loftfars, svonefnd sjöundu réttindi. Heimilt hefur verið að beita samningnum frá áritun hans árið 2010.

Sendiherra Íslands, Ingibjörg Davíðsdóttir og sendiherra Chile, Luiz Plaza Gentia, undirrituðu samninginn í sendiráði Íslands í Osló.

Loftferðasamningar eru mikilvægir viðskiptasamningar sem tryggja flutninga til og frá Íslandi, auk þess að greiða aðgang íslenskra flugrekenda að alþjóðamörkuðum.

Yfirlit yfir loftferðasamninga og samkomulög Íslands við önnur ríki má finna í umfjöllun um loftferðasamninga hér á Stjórnarráðsvefnum.

  • Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra Íslands og Luiz Plaza Gentia, sendiherra Chile, undirrita samninginn - mynd
  • Loftferðasamningur Íslands og Chile undirritaður í Osló - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta