Hoppa yfir valmynd
27. mars 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ytri staða þjóðarbúsins sterkari vegna ferðaþjónustunnar

Ástand og horfur í ferðaþjónustunni voru til umræðu í sérstöku pallborði á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins og Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins fóru yfir stöðuna með Gísla Frey Valdimarssyni viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins. Voru þátttakendur sammála um að ýmis tækifæri fælust í íslenskri ferðaþjónustu.

,,Ferðaþjónusta um heim allan hefur staðið frammi fyrir fordæmalausum áföllum í kjölfar heimsfaraldursins. Ríkisstjórnin einsetti sér að styðja við ferðaþjónustuna af fullum krafti til þess að tyggja viðspyrnu hennar, enda er greinin einn af máttarstólpum íslenska hagkerfisins. Það er ánægjulegt að heyra þann hug sem ríkir í greininni og að bókunarstaða fari ört batnandi eftir heimsfaraldurinn. Við þurfum samt sem áður að standa vaktina áfram og styðja við greinina eftir þörfum, meðal annars með alþjóðlegri markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað,“ segir Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra.

Ráðherra lagði áherslu á efnahagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenska þjóðarbúið. Nefndi hún að um 40% af gjaldeyristekjunum þjóðarbúsins hafa komið frá ferðaþjónustunni og urðu straumhvörf á eðli greiðslujöfnuðinum í kjölfarið, þar sem útflutningur óx verulega og skilaði góðum afgangi á viðskiptajöfnuðnum. Þessi góði afgangur hefur gert þjóðarbúinu kleift að safna í einn stærsta gjaldeyrisvaraforða lýðveldisins, sem hefur leitt til hærra lánshæfismats Ríkissjóðsins Íslands ásamt því að opna fyrir flæði erlendra fjárfestinga lífeyrissjóðanna.

Fyrr á árinu undirritaði ferðamálaráðherra samning um framhald „Ísland saman í sókn“ sem er markaðsverkefni fyrir íslenska ferðaþjónustu. Með samningnum voru verkefninu tryggðar 550 milljónir króna í viðbótarfjármagn til að framlengja verkefnið í ár.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta