Hoppa yfir valmynd
30. mars 2022 Utanríkisráðuneytið

30 ára stjórnmálasamband Íslands og Úkraínu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Olga Dibrova sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi. - mynd

Í dag, 30. mars, eru þrjátíu ár frá því Ísland og Úkraína tóku upp formlegt stjórnmálasamband, en það var gert að tillögu ríkisstjórnar Úkraínu í framhaldi af viðurkenningu Íslands á sjálfstæði og fullveldi Úkraínu. Að þessu tilefni hittust Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi, á fundi í Helsinki í gær en utanríkisráðherra er þar í opinberri heimsókn í tilefni af því að um þessar mundir eru einnig 75 ár síðan Ísland og Finnland tóku upp formlegt stjórnmálasamband.

„Það er átakanlegt að hugsa til þess að á þessum merku tímamótum í samskiptum ríkjanna skuli sjálfstæði Úkraínu, og óbreyttir borgarar, sæta tilefnislausum og fólskulegum árásum af hendi nágranna síns. Ísland hefur frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu lagt sitt af mörkum til neyðarviðbragða og á fundi mínum með úkraínska sendiherranum ítrekaði ég enn og aftur stuðning Íslands við úkraínsku þjóðina á þessum erfiðu tímum,“ segir Þórdís Kolbrún.

Utanríkisráðherra átti síðast fund með sendiherra Úkraínu þann 1. mars síðastliðinn en þá var sú síðarnefnda stödd á Íslandi til að afhenda forseta Íslands trúnaðarbréf.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta