Hoppa yfir valmynd
31. mars 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Hrafnhildur nýr upplýsingafulltrúi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins

Hrafnhildur Helga Össurardóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytisins. Hún hefur störf í apríl.

Hrafnhildur lauk B.A. námi í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019 og LL.M. námi í hugverka- og tæknirétti frá Trinity College Dublin að því loknu. Hún starfaði áður sem sérfræðingur og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Fulbright stofnuninni á Íslandi og síðar sem aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar og hugverkaráðgjafi hjá Travelshift.

Samhliða námi og starfi hefur Hrafnhildur sinnt ýmsum félagsstörfum og m.a. setið í lagabreytinganefnd Ungra athafnakvenna (UAK) og í stjórn málfundafélags Lögréttu. Hún hefur einnig mikla reynslu af notkun stafrænna miðla í upplýsinga- og kynningarskyni og samskiptum milli bæði íslenskra og erlendra stofnana og fyrirtækja.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta