Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Tollkvóti vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ESB framlengdur

Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna stríðsins í Úkraínu hefur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra framlengt tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum Evrópusambandsins. Þau tímabil sem hefðu runnið út þann 30. apríl 2022 verða þannig framlengd til 30. júní 2022. Ákvörðunin er tekin m.a. með tilliti til erindis sem barst frá Félagi atvinnurekenda.

Um er að ræða tollkvóta sem var úthlutað í desember 2021 til fjögurra mánaða og eiga rót sína að rekja til fríverslunarsamnings sem Ísland er aðili að. Samkvæmt erindi Félags atvinnurekenda hefur orðið snúnara að útvega ýmsar vörur eftir að stríðið í Úkraínu skall á.

Þrátt fyrir að ekki sé beinlínis skortur á vörum þá þurfi innflutningsfyrirtæki að hafa meira fyrir því að útvega vörur á hagkvæmu verði.  Þá er einnig vísað til þess að ef ekki er unnt að nýta tollkvótann þá leiði það til lægri birgðastöðu auk þess sem verð á vörum hækkar en hvorugt sé í þágu fæðuöryggis.

Sjá nánar í reglugerð.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta