Auglýst eftir framkvæmdaaðila rannsóknar á innlendri ferðaþjónustu á Norðurlöndunum
Norræna ráðherranefndin óskar eftir tilboðum framkvæmd rannsóknar á innlendri ferðaþjónustu á Norðurlöndunum undir heitinu „Exploring domestic tourism in the Nordics.“
Rannsóknin miðar að því að veita innsýn inn í þá þróun sem hefur átt sér stað á innlendri ferðaþjónustu á Norðurlöndunum frá því að Covid-19 heimsfaraldurinn skall á og um leið spá fyrir um framtíðarþróun. Áhersla verður lögð á að safna upplýsingum um hvernig tekist hefur til við að þróa og markaðssetja innlenda ferðaþjónustu á Norðurlöndunum.
Nánari lýsingu á verkefninu og útboðsgögn má nálgast hér:
Call for Tenders: Exploring Domestic Tourism in the Nordics
Frestur til að skila inn umsókn er til föstudagsins, 29 apríl.