Hoppa yfir valmynd
22. apríl 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Óttarr Proppé leiðir stýrihópa um málefni barna á flótta og barna af erlendum uppruna

Óttarr Ólafur Proppé og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra - mynd

Óttarr Ólafur Proppé mun leiða stýrihóp mennta– og barnamálaráðuneytisins um málefni barna á flótta og undirbúa og leiða stýrihóp um málefni barna af erlendum uppruna. Verkefnin eru m.a. þáttur í innleiðingu löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og menntastefnu til ársins 2030.

Óttarr hefur víðtæka reynslu úr stjórnsýslu og hefur m.a. starfað sem heilbrigðisráðherra, alþingismaður og borgarfulltrúi. Óttarr hefur breiða þekkingu á málaflokknum. Hann var m.a. varaformaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur þar sem hann leiddi starfshóp um börn og fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf, stjórnarmaður í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúi Íslands á sveitarstjórnarvettvangi EFTA.

Óttarr stýrði þverpólitískri þingmannanefnd um ritun nýrra útlendingalaga sem tóku gildi árið 2016. Lögin voru unnin í breiðu samráði við hagsmunaaðila innan og utan kerfis vítt og breytt um samfélagið þar sem málefni barna af erlendum uppruna skipuðu stóran sess. Auk þess hefur Óttarr setið í stjórn UNICEF á Íslandi sl. ár, nú síðast sem stjórnarformaður.

Óttarr hefur störf þann 25. apríl nk.

Uppfært 22.04.22 kl. 15:13

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta