Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir íslenskukennslu fyrir útlendinga

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur úthlutað samtals 145,5 milljónum króna í styrki vegna íslenskukennslu fyrir útlendinga. Markmiðið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru hér á landi og skráð eru með lögheimili í Þjóðskrá, tækifæri á að öðlast nauðsynlega færni í íslensku til að þau geti orðið virkir samfélagsþegnar á Íslandi. 

Alls fá 18 fræðsluaðilar, fyrirtæki og stofnanir styrki til þess að halda námskeið um allt land og eru styrkirnir veittir til aðila sem bjóða nám í íslensku sem ekki er hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Þeir aðilar sem fengu styrk eru:

  • Austurbrú
  • Betri árangur ehf
  • Farskólinn
  • Fræðslumiðstöð Vestfjarða
  • Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi
  • Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja
  • Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
  • Mímir símenntun
  • Miklatorg
  • Múltíkúltí
  • Retor
  • Reykjavíkurborg
  • Saga Akademía
  • Samband íslenskra kristniboðafélaga
  • Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi
  • Símey
  • Tungumálaskólinn
  • Þekkingarnet Þingeyinga

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „Það að hafa tök á tungumálinu í nýju landi er lykill fyrir okkur öll til þess að komast inn í samfélagið og verða hluti af því. Það er ákaflega ánægjulegt að styrkja þessa öflugu aðila um allt land í því að bjóða upp á vandað nám í íslensku fyrir þau sem eru að læra íslensku sem annað mál.“

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta