Hoppa yfir valmynd
2. maí 2022 Utanríkisráðuneytið

Flutningar forstöðumanna sendiskrifstofa

Reglubundnir flutningar forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni standa nú fyrir dyrum. Eftirtaldir flutningar taka formlega gildi á næstunni samkvæmt ákvörðun utanríkisráðherra.

Harald Aspelund, fastafulltrúi og sendiherra í Genf, flyst í starf sendiherra í Helsinki 1. ágúst. Elín Flygenring, sendiherra í Helsinki, kemur til starfa í utanríkisráðuneytið frá sama tíma. Um leið færist Einar Gunnarsson sendiherra úr ráðuneytinu og tekur við stöðu fastafulltrúa og sendiherra í Genf.

Högni S. Kristjánsson sendiherra flyst í starf sendiherra í Ósló 1. ágúst. Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, kemur þá til starfa í ráðuneytið.

Geir Oddsson flyst í starf aðalræðismanns í Nuuk 1. ágúst. Þorbjörn Jónsson, aðalræðismaður og sendifulltrúi, flyst til starfa í ráðuneytið frá sama tíma. 

Ágústa Gísladóttir  flyst í starf aðalræðismanns í Þórshöfn 1. ágúst. Benedikt Jónsson, aðalræðismaður og sendiherra, flyst til starfa í ráðuneytið frá sama tíma.

Vilhjálmur Wiium, sendifulltrúi og fastafulltrúi Íslands gagnvart Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, tekur við stöðu aðalræðismanns Íslands í Winnipeg í Kanada frá 15.maí. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta