Flutningar forstöðumanna sendiskrifstofa
Harald Aspelund, fastafulltrúi og sendiherra í Genf, flyst í starf sendiherra í Helsinki 1. ágúst. Elín Flygenring, sendiherra í Helsinki, kemur til starfa í utanríkisráðuneytið frá sama tíma. Um leið færist Einar Gunnarsson sendiherra úr ráðuneytinu og tekur við stöðu fastafulltrúa og sendiherra í Genf.
Högni S. Kristjánsson sendiherra flyst í starf sendiherra í Ósló 1. ágúst. Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, kemur þá til starfa í ráðuneytið.
Geir Oddsson flyst í starf aðalræðismanns í Nuuk 1. ágúst. Þorbjörn Jónsson, aðalræðismaður og sendifulltrúi, flyst til starfa í ráðuneytið frá sama tíma.
Ágústa Gísladóttir flyst í starf aðalræðismanns í Þórshöfn 1. ágúst. Benedikt Jónsson, aðalræðismaður og sendiherra, flyst til starfa í ráðuneytið frá sama tíma.
Vilhjálmur Wiium, sendifulltrúi og fastafulltrúi Íslands gagnvart Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, tekur við stöðu aðalræðismanns Íslands í Winnipeg í Kanada frá 15.maí.