Hoppa yfir valmynd
4. maí 2022 Matvælaráðuneytið

Heimsókn matvælaráðherra á Keldur

Vala Friðriksdóttir, deildarstjóri Bakteríu-, sníkjudýra- og meinafræðisviðs, Kristín Kalmansdóttir, framkvæmdastjóri, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Sigurður Ingvarsson forstöðumaður, Vilhjálmur Svansson dýralæknir. - myndBH

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra heimsótti í gær tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og fékk þar kynningu á starfseminni.
Heilbrigði dýra skiptir gríðarlega miklu máli í allri matvælaframleiðslu. Tilraunastöðin að Keldum rannsakar sjúkdóma í flestum spendýrategundum á Íslandi og allmörgum fugla- og fisktegundum. Tilgangurinn er að efla skilning á eðli sjúkdóma og skapa nýja þekkingu í samstarfi við Matvælastofnun.
„Auk þess að kynnast vel starfsemi Keldna ræddum við samstarf og framtíðarhorfur. Á Keldum er unnið mikilvægt rannsóknastarf í þágu vísinda og atvinnulífs. Þar býr mikil reynsla og þekking sem þarf að nýtast sem best í þágu matvælaframleiðslu á Íslandi“ segir matvælaráðherra.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
15. Líf á landi
15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta