Hoppa yfir valmynd
6. maí 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Græn nýsköpun í brennidepli á nýsköpunardegi hins opinbera

Nýsköpunardagur hins opinbera verður haldinn 17. maí næstkomandi. Viðburðurinn fer fram árlega og er markmiðið að hvetja til aukinnar nýsköpunar hjá hinu opinbera. Þemað í ár er græn nýsköpun og er dagskráin afar fjölbreytt. Erindi sem flutt verða snúa jafnt að nýjum tækifærum í nýsköpun, sem og reynslusögum af vel heppnuðum verkefnum.

M.a. mun Stafrænt Ísland, eining innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem starfar þvert á ráðuneyti og stofnanir að því markmiði að einfalda líf fólks með stafvæðingu opinberrar þjónustu, standa fyrir svokallaðri Gov Jam vinnustofu. Þar gefst kostur á að taka þátt í hugarflugi um hvar megi bæta opinbera þjónustu með stafrænum lausnum.

Nýsköpunardagurinn er fer fram í Grósku á milli klukkan 9:00 og 15:30. Einnig verður hægt að skrá sig til þess að fylgjast með í streymi.

Að deginum standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Ríkiskaup.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta