Hoppa yfir valmynd
16. maí 2022 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Sameiginleg yfirlýsing forsætisráðherra Íslands, Danmerkur og Noregs

Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu, sem tilkynnt var um í gær og í dag.

Í yfirlýsingunni kemur fram að norrænu ríkin innan bandalagsins muni leggja sig fram um að tryggja að umsóknarferlið gangi hratt fyrir sig enda standist Finnland og Svíþjóð nú þegar þau viðmið sem krafa er gerð um vegna aðildar að bandalaginu.

Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs taka jafnframt fram að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta