Hoppa yfir valmynd
19. maí 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fyrsti kjarasamningur vegna danshöfunda í Þjóðleikhúsinu undirritaður

Félag íslenskra listamanna í kvikmyndum og sviðslistum (FÍL) og íslenska ríkið hafa undirritað kjarasamning fyrir danshöfunda í Þjóðleikhúsinu.

Um er  að ræða tímamótasamning en þetta er í fyrsta sinn sem danshöfundar eiga aðild að kjarasamningi við ríkið vegna starfa sinna við Þjóðleikhúsið. Samningurinn markar einnig þau tímamót að lokið hefur verið við kjarasamninga fyrir alla listamenn innan FÍL sem starfa við Þjóðleikhúsið. Með kjarasamningnum njóta danshöfundar nú sambærilegra kjara á við aðra listræna stjórnendur leiksýninga innan leikhússins.

„Ég er virkilega glöð að þessi samningur er í höfn. Hann styrkir og jafnar stöðu danshöfunda sem listrænna stjórnenda innan leikhússins. Þetta er liður í því að styrka umgjörð í kringum listir og menningu. Um er að ræða mikilvægar atvinnugreinar sem glæða samfélagið lífið og auka lífsgæði okkar allra,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, en málefni Þjóðleikhússins heyra undir ráðuneytið.  

„Þetta er tímamótasamningur og ég er bæði þakkláti og ánægð með þennan áfanga. Stærsti hluti félagsmanna í FÍL eru sjálfstætt starfandi listamenn.  Það er metnaðarmál og markmið félagsins að allir félagsmenn í FÍL njóti verndar kjarasamnings – það er jafnréttismál, minnkar aðstöðumun listamanna og viðsemjenda, hvetur til fagmennsku og stuðlar að auknu gagnsæi í meðferð opinberra fjármuna,“ segir Birna Hafstein formaður FÍL

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta