Hoppa yfir valmynd
20. maí 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Aðstoðarframkvæmdastjóri Microsoft Cloud les Arnald Indriðason

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Scott Guthrie, aðstoðarframkvæmdastjóri Microsoft Cloud og AI Group, Stefanía G. Halldórsdóttir, formaður stjórnar Almannaróms og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms. - mynd

Forseti Íslands og íslensk sendinefnd funduðu með Scott Guthrie, aðstoðarframkvæmdastjóri Microsoft Cloud og AI Group, í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Seattle í Bandaríkjunum, en meginefni fundarinns var að ræða íslensku í afurðum Microsoft. Fyrirtækið hefur sinnt íslenskunni einstaklega vel og má til dæmis nefna að forritið Word og allt viðmót þess er hægt að nota alfarið á íslensku. Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, komu til skila miklum þökkum fyrir hönd íslenska stjórnvalda.

„Við lýstum enn frekar yfir miklum áhuga á að leggja þessu verkefni enn frekari lið í gegnum Máltækniverkefni stjórnvalda og Guthrie sagðist sömuleiðis hafa áhuga á enn frekara samstarfi,“ segir ráðherra.

Fyrr um daginn fór fram fundir með tæknisérfræðingum stjórnvalda og sérfræðingum Microsoft. Guthrie sagði það vera markmið Microsoft að heimsbyggðin öll geti átt samskipti óháð tungumálum, sem endurspeglist í samstarfi fyrirtækisins við Almannaróm og íslenskt máltæknisamfélag. Þá greindi hann frá frá nýjustu framförum í máltæknivinnu Microsoft, sem auðveldi enn frekar notkun íslenskrar tungu í lausnum fyrirtækisins.Fundinn sátu einnig Stefanía G. Halldórsdóttir, formaður stjórnar Almannaróms og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms. Slíkt samstarf væri byggt á á máltækni og gervigreind þar sem lögð yrði áhersla á nýsköpun, aukna tæknifærni og jafnari kynjahlutföll í tæknigreinum.

Óhætt er að segja að það kom menningarmálaráðherra skemmtilega á óvart að Scott Guthrie er einlægur aðdáandi rithöfundarins Arnalds Indriðasonar og virðist hafa lesið flestar bækur hans.

 

Máltækniverkefnið má kynna sér á vefnum www.almannaromur.is 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta