Hoppa yfir valmynd
20. maí 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Fyrstu hundrað dagar MVF: Ný tækifæri og sókn áfram veginn

„Á fyrstu hundrað dögunum höfum við lokið við níu af þeim þrettán aðgerðum sem við lögðum upp með. Nú tekur við stefnumótun til næstu hundrað daga og svo koll af kolli,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. 

Menningar- og viðskiptaráðuneytið var stofnað í febrúar á þessu ári, en það fer meðal annars með málaflokka ferðaþjónustu, fjölmiðla, menningar, íslenskrar tungu, táknmáls og viðskipta.  

„Með samþættingu málefnasviða nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis eru skapaðar forsendur fyrir ný tækifæri og sókn í þágu samfélagsins alls og stuðlað að vexti og velsæld til framtíðar,” segir Lilja. 

Meðal þess sem ráðuneytið vinnur að er að bæta samkeppnishæfni Íslands, fjölgun starfa í menningu og skapandi greinum og endurreisn ferðaþjónustunnar.  

Markaðsátakið Saman í sókn

  • Tilgangur verkefnisins er að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. 
  • Verkefnið hefur undanfarin tvö ár verið hluti af viðspyrnu stjórnvalda vegna COVID-19 heimsfaraldursins og með samningi ráðuneytisins við Íslandsstofu voru verkefninu tryggðar 550 milljónir króna í viðbótarfjármagn sem nýttar verða til að framlengja markaðsverkefnið í ár. 

Viðspyrna ferðaþjónustunnar tryggð 

  • Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda í tengslum við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins er viðspyrna íslenskrar ferðaþjónustu. Eftir tvö erfið ár gengur viðspyrnan ágætlega og bókunarstaða sumarsins er með ágætum.  
  • Auk markaðsátaksins hefur ráðherra meðal annars skrifað undir tvær reglugerðir sem koma til móts við erfiða lausafjárstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu vegna afleiðinga COVID-19 faraldursins. 
  • Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutaði 584 milljónum króna til ferðamannastaða hringinn í kring um landið til að bæta innviði og auka getu svæðanna til að taka á móti ferðamönnum. 
  • Þá var gerður samningur um markaðssetningu á Norður- og Austurlandi sem vænlegum áfangastöðum fyrir beint millilandaflug, til að stuðla að dreifingu ferðamanna um land allt. 

Heildarstefnumótun í neytendamálum hefst 

  • Heildarstefnumótun í neytendamálum er hafin innan ráðuneytisins og mun ráðuneytið eiga í samtali við haghafa á þeirri vegferð.  

Frumvarp um starfslaun listamanna með áherslu á unga listamenn 

  • Frumvarp ráðherra um breytingu á lögum um listamannalaun sem fjölgar tímabundið starfslaunum sviðslistafólks og tónlistarflytjenda var samþykkt á Alþingi. Með breytingunni er sjónum beint sérstaklega að ungu tónlistarfólki og sviðslistarfólki en 50 starfslaun eru eyrnamerkt ungu fólki í hvorum umsóknarflokki fyrir sig. Breytingin er liður í viðspyrnuaðgerðum fyrir menninguna vegna heimsfaraldurs.  

Sviðslistamiðstöð Íslands tekur til starfa 

  • Sviðslistamiðstöð tók formlega til starfa þann 1. febrúar sl. Miðstöðin gegnir því hlutverki að styðja íslenskar sviðslistir og „auka sýnileika þeirra og hróður innan lands sem utan 

Undirbúningur Tónlistarmiðstöðvar og gerð tónlistarstefnu

  • Stofnun Tónlistarmiðstöðvar verður að veruleika strax á næsta ári, en henni er ætlað er að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og tónlistargeirans.  
  • Undirbúningurinn gengur vel og í nýrri fjármálaáætlun er ráðgert að samtals 600 milljónir renni af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og til eflingar sjóða tónlistar til viðbótar við þau framlög sem renna nú þegar til tónlistar.  
  • Þá miðar vinnu við tónlistarstefnu afar vel.  

Mótun hönnunarstefnu hefst og ný myndlistarstefna kynnt 

  • Samráð og undirbúningur hönnunarstefnu er hafinn og var heimsókn ráðherra og fulltrúa Hönnunarmiðstöðvar til Norðurlandanna liður í þeirri vinnu.  
  • Stefnt er að kynningu ráðherra á myndlistastefnu í byrjun júní, en vinna við hana er á lokametrunum.  

Aukin samvinna við Bandalag íslenskra listamanna og Samtök skapandi greina

  • Ráðherra hefur lagt mikla áherslu á aukna samvinnu við Bandalag íslenskra listamanna og Samtök skapandi greina sem hefur þegar borið mikinn árangur.

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar – vegvísir kláraður

  • Ráðherra hefur lagt fram frumvarp um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar sem samþykkt hefur verið í ríkisstjórn. Breytingin felur það í sér að stærri verkefni geta sótt 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar, í stað 25%. Þetta mun hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað og gera hann samkeppnishæfan við þau lönd sem við berum okkur saman við. Mælt verður fyrir frumvarpinu (vegvísi) á núverandi vorþingi.

Samráð um fjölmiðlastefna  

  • Undirbúningur fjölmiðlastefnu gengur vel, en eins og fram hefur komið er horft til danskrar fyrirmyndar þegar kemur að mótun hennar. Samráð við íslenska fjölmiðla, Fjölmiðlanefnd og Blaðamannafélagið mun hefjast á næstu vikum.  

Endurskoðun á lista- og menningarsjóðum og starfslaunum listamanna lýkur

  • Efnislegri endurskoðun á fyrirkomulagi starfslauna listamanna er lokið og við tekur frumvarpssmíð þar að lútandi. Gert er ráð fyrir að frumvarp verði lagt fram á Alþingi í upphafi næsta haustþings.

Endurmat og nýjar aðgerðir í nafni átaksins Áfram íslenska

  • Nú stendur yfir endurmat á aðgerðum verkefnisins Áfram íslenska með hliðsjón af innleiðingu nýrrar málstefnu.

Samtal við Spotify

  • Unnið er að því að funda með stjórnendum fyrirtækisins til að ræða stöðu íslenskrar tónlistar, gervireikninga og að nýta íslenskt efni ennfrekar. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
16. Friður og réttlæti
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
10. Aukinn jöfnuður
8. Góð atvinna og hagvöxtur
9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta