Framfylgd þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni í góðum farvegi
Stýrihópur um framfylgd þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025 telur framgang áætlunarinnar í heildina litið í góðum farvegi.
Í október 2021 voru tíu verkefni enn á byrjunarstigi en eru fjögur núna. Tíu verkefni eru hafin og sex verkefni komin vel á veg en eitt verkefni var í þeim flokki við síðustu uppfærslu í október 2021.
Stýrihópurinn fundar að jafnaði mánaðarlega og fer yfir stöðu aðgerða. Í byrjun maí fundaði stýrihópurinn með tengiliðum og ábyrgðaraðilum verkefna og í kjölfarið var mælaborðforvarnaráætlunarinnar uppfært í samræmi við stöðu aðgerða.
Í stýrihópnum sitja fulltrúar forsætisráðuneytis, Jafnréttisstofu, Menntamálastofnunar, Barna- og fjölskyldustofu, Embættis landlæknis, mennta- og barnamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.