Hoppa yfir valmynd
27. maí 2022 Innviðaráðuneytið

Atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur fjölgað um 100

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um 100 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum (takmörkunarsvæði I). Breytingarnar eru gerðar til að koma til móts við óskir í samfélaginu um meiri þjónustu á leigubifreiðamarkaði. Ráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um leigubifreiðar (nr. 397/2003), sem tekur gildi á næstu dögum.

Með breytingunni verða atvinnuleyfin á þessu svæði 680 talsins. Um er að ræða mestu fjölgun atvinnuleyfa í einu frá því að lög um leigubifreiðar voru sett árið 2001 (nr. 134/2001).

Samgöngustofa, sem samkvæmt lögum skal meta tillögur að breytingum af þessu tagi, gerði ekki athugasemd við að fjölga leyfum á takmörkunarsvæði I. Á hinn bóginn taldi stofnunin ekki ástæðu til að fjölga atvinnuleyfum á öðrum takmörkunarsvæðum, þar sem leyfum var nýlega fjölgað á svæði III og þar sem atvinnuleyfi, sem í boði eru á svæði II, eru ekki fullnýtt.

Úthlutun nýrra atvinnuleyfa er fyrirhuguð á næstu vikum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta