Matvælaráðherra fundar með sendiherra Bretlands
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, fundaði í vikunni með sendiherra Bretlands, dr. Bryony Mathew.
Þær ræddu samstarf Íslendinga og Breta sem tengjast málaflokkum matvælaráðuneytisins, bæði sóknarfæri og áskoranir sem þar eru framundan.
„Samstarf og viðskipti Íslendinga og Breta standa á gömlum merg þegar kemur að málefnum sjávarútvegs, landbúnaðar og matvæla. Það er í senn mikilvægt og gefandi að geta skoðað þau málefni á breiðum grunni og horft saman til framtíðar,“ sagði matvælaráðherra að fundi loknum.