Hoppa yfir valmynd
31. maí 2022 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra skipar starfshópa í sjávarútvegi

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur skipað fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Starfshóparnir eru Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri.

Í ljósi reynslu af vinnu við endurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni á undanförnum árum og áratugum varð niðurstaða matvælaráðherra sú að beita þyrfti nýrri nálgun við þær fjölmörgu áskoranir og tækifæri sem eru í sjávarútvegi og snerta samfélagið allt með beinum og óbeinum hætti. Í stað einnar stórrar pólitískrar nefndar er nú komið á laggirnar opnu, þverfaglegu og gagnsæu verkefni fjölmargra aðila sem unnið verður með skipulegum hætti á kjörtímabilinu.

Starfshóparnir eru skipaðir samkvæmt sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs frá 28. nóvember 2021. Þar kemur eftirfarandi fram í kafla um sjávarútvegsmál:

„Skipuð verður nefnd til að til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunar kerfisins. Nefndinni verði falið að bera saman stöðuna hér og erlendis og leggja fram tillögur til að hámarka möguleika Íslendinga til frekari árangurs og samfélagslegrar sáttar um umgjörð greinarinnar. Nefndin fjalli einnig um hvernig hægt er að auka gagnsæi í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi og þá sérstaklega meðal stærstu fyrirtækja landsins. Þá meti nefndin árangur af atvinnu- og byggðakvóta og strandveiðum til að styðja við atvinnulíf í landsbyggðunum.“

Þá er í stjórnarsáttmálanum einnig kveðið á um að flýta skuli eins og kostur er orkuskiptum í sjávarútvegi og stutt verði við öflugt styrkjakerfi, samstarf við háskólasamfélagið og stuðningsumhverfi rannsókna og þróunar til að stuðla að nýsköpun í sjávarútvegi og tengdum greinum.
Verkefnisstjórn matvælaráðuneytisins og formanna starfshópanna fjögurra mun funda reglulega um gang verkefnisins og með Samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu. Samráðsnefndin hefur yfirsýn yfir starf starfshópa og aðra þætti verkefnisins og er gert ráð fyrir að hún starfi til loka ársins 2023. 

Skipun starfshópa, verkefnisstjórnar og samráðsnefndar er þessi:

Samfélag

Starfshópurinn Samfélag er þannig skipaður:
Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon, formaður
Catherine Chambers, rannsóknastjóri, Háskólasetur Vestfjarða
Hreiðar Þór Valtýsson, dósent, Háskólinn á Akureyri
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Valgerður Sólnes, dósent, Háskóli Íslands

Hlutverk starfshópsins er að leggja mat á og koma með tillögur er lúta meðal annars að eftirfarandi verkefnum. Verkefnin eru:
1. Samfélagsleg staða – ágreiningur um stjórn fiskveiða og möguleiki til samfélagslegrar sáttar
2. Mat á þjóðhagslegum ávinningi fiskveiðistjórnunarkerfisins
3. Alþjóðlegur samanburður á fiskveiðistjórnunarkerfum, sjálfbærni og samkeppnishæfni
4. Samþjöppun veiðiheimilda
5. Staða standbyggða - byggðakvótar og strandveiðar og möguleg styrking
6. Veiðigjöld og skattspor

Aðgengi

Starfshópurinn Aðgengi er þannig skipaður:
Eggert Benedikt Guðmundsson, verkfræðingur, formaður
Alda B. Möller, matvælafræðingur
Arnór Snæbjörnsson, sérfræðingur, matvælaráðuneytið
Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri, Lagastofnun Háskóla Íslands
Ingveldur Ásta Björnsdóttir, framkvæmdastjóri, North 65

Hlutverk starfshópsins er að leggja mat á og koma með tillögur er lúta meðal annars að eftirfarandi verkefnum. Verkefnin eru:
1. Samkeppni, verðlagsmál og aðgangshindranir
2. Eignatengsl í sjávarútvegi og óskyldum greinum
3. Aukið gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja
4. Kynslóðaskipti og nýliðun

Umgengni

Starfshópurinn Umgengni er þannig skipaður:
Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri, Arctic Adventures, formaður
Freydís Vigfúsdóttir, sérfræðingur, matvælaráðuneytið
Halla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, Optitog
Jónas Rúnar Viðarsson, sviðsstjóri, Matís
Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri, Orkustofnun

Hlutverk starfshópsins er að leggja mat á og koma með tillögur er lúta meðal annars að eftirfarandi verkefnum. Verkefnin eru:
1. Umgengni um sjávarauðlindina
2. Vistkerfisnálgun, verndarsvæði, sjónarmið varúðar og aflareglur
3. Rannsóknir á lífríki hafsins og vísindaleg ráðgjöf
4. Orkuskipti - grænn sjávarútvegur
5. Vigtun, brottkast, eftirlit og viðurlög

Tækifæri

Starfshópurinn Tækifæri er þannig skipaður:
Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri, Jarðvarmi, formaður
Ari Kristinn Jónsson, framkvæmdastjóri, AwareGO
Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, Tækniskólinn
Hilmar Bragi Janusson, framkvæmdastjóri, Kvika banki
Óskar Veigu Óskarsson, sölustjóri, Marel

Hlutverk starfshópsins er að leggja mat á og koma með tillögur er lúta meðal annars að eftirfarandi verkefnum. Verkefnin eru:
1. Rekjanleiki afla
2. Fullvinnsla, gæðamál og hringrásarhagkerfið
3. Stafræn umbreyting
4. Hugverkaréttur
5. Rannsóknir, þróun og nýsköpun
6. Alþjóðasamskipti og orðspor Íslands
7. Markaðssetning
8. Menntun
9. Jafnrétti

Verkefnisstjórn

Verkefnisstjórn matvælaráðuneytisins og formanna starfshópanna fjögurra mun funda reglulega um gang verkefnisins og með Samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu.

Verkefnisstjórnin er þannig skipuð:
Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri, matvælaráðuneytið, formaður
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri, matvælaráðuneytið
Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi, Aton.JL
Gunnar Haraldsson, formaður starfshópsins Samfélag
Gréta María Grétarsdóttir, formaður starfshópsins Umgengni
Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður starfshópsins Aðgengi
Ingunn Agnes Kro, formaður starfshópsins Tækifæri

Starfsmenn samráðsnefndar og starfshópanna fjögurra verða Þórunn Oddný Steinsdóttir, lögfræðingur í matvælaráðuneytinu, og Mikael Rafn L. Steingrímsson, hagfræðingur í matvælaráðuneytinu.

Samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu

Samráðsnefndin hefur yfirsýn yfir starf starfshópa og aðra þætti verkefnisins og er gert ráð fyrir að hún starfi til loka ársins 2023.

Samráðsnefndin er þannig skipuð:
1. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, formaður
2. Ásmundur Friðriksson, tilnefndur af Sjálfstæðisflokki
3. Stefán Vagn Stefánsson, tilnefndur af Framsóknarflokki
4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tilnefnd af Vinstrihreyfingunni- grænt framboð
5. Oddný Harðardóttir, tilnefnd af Samfylkingunni
6. Mörður Áslaugarson, tilnefndur af Pírötum
7. Hanna Katrín Friðriksson, tilnefnd af Viðreisn
8. Eyjólfur Ármannsson, tilnefndur af Flokki fólksins
9. Sigurður Páll Jónsson, tilnefndur af Miðflokknum
10. Rebekka Hilmarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
11. Vífill Karlsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
12. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
13. Ólafur Marteinsson, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
14. Arthur Bogason, tilnefndur af Landssambandi smábátasjómanna
15. Arnar Atlason, tilnefndur af Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda
16. Örvar Marteinsson, tilnefndur af Samtökum smærri útgerða
17. Páll Rúnar M. Kristjánsson, tilnefndur af Félagi atvinnurekenda
18. Valmundur Valmundsson, tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands
19. Árni Bjarnason, tilnefndur af Félagi skipstjórnarmanna
20. J. Snæfríður Einarsdóttir, tilnefnd af Félagi vélstjóra og málmtæknimanna
21. Sigurbjörg Árnadóttir, tilnefnd af Náttúruverndarsamtökum Íslands
22. Auður Önnu Magnúsdóttir, tilnefnd af Landvernd
23. Sigrún Perla Gísladóttir, tilnefnd af Ungum umhverfissinnum
24. Gunnar Haraldsson, formaður starfshópsins Samfélag
25. Gréta María Grétarsdóttir, formaður starfshópsins Umgengni
26. Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður starfshópsins Aðgengi
27. Ingunn Agnes Kro, formaður starfshópsins Tækifæri

„Í sjávarútvegi ríkir djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti. Sú tilfinning tel ég að stafi aðallega af tvennu; samþjöppun veiðiheimilda og þeirri tilfinningu að ágóðanum af sameiginlegri auðlind landsmanna sé ekki skipt á réttlátan hátt. Markmiðið með þessari vinnu er því hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag. Fyrirhugaðar lokaafurðir þessa starfs eru m.a. ný heildarlög um stjórn fiskveiða eða ný lög um auðlindir hafsins og aðrar lagabreytingar, verkefni á sviði orkuskipta, nýsköpunar, hafrannsókna og gagnsæi og kortlagning eignatengsla í sjávarútvegi“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra

















Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta