Hoppa yfir valmynd
9. júní 2022 Innviðaráðuneytið

4,8 milljarðar til sveitarfélaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts munu rúmlega 4,8 milljörðum kr. á árinu 2022. Innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þess efnis sbr. reglugerð nr. 80/2001 með síðari breytingum.

Um 60% af áætlun um úthlutun framlaga ársins komu til greiðslu mánuðina febrúar til júní eða samtals um 2.915 m.kr. Áætlað uppgjör framlaganna, sem nemur 1.943 m.kr., fer fram með þremur jöfnum greiðslum mánuðina júlí, ágúst og september, 648 m.kr. í hvert sinn.

Útreikningur framlaganna byggist á upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands um álagningarstofna fasteignaskatts í sveitarfélögum 31. desember 2021, sem gilda fyrir árið 2022. Við útreikning framlaganna er jafnframt tekið mið af álagningarprósentum fasteignaskatts í sveitarfélögum á árinu 2022.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta