Hoppa yfir valmynd
10. júní 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Guðrún Ása Björnsdóttir læknir nýr aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra

Guðrún Ása Björnsdóttir - mynd

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ráðið Guðrúnu Ásu Björnsdóttur lækni sem aðstoðarmann sinn. Guðrún Ása er með BS-gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands, MB ChB-gráðu í læknisfræði frá Warwick-háskóla í Bretlandi og leggur stund á doktorsnám í læknisfræði við Háskóla Íslands.

Guðrún Ása er að sérhæfa sig í öldrunarlækningum og hefur víðtæka starfsreynslu innan heilbrigðiskerfisins. Hún hefur samhliða störfum sínum sem læknir sinnt rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands.

Guðrún Ása hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Læknafélag Íslands. Hún var formaður Félags almennra lækna, sat í stjórn Læknafélags Íslands og útgáfustjórn Læknablaðsins árin 2018-2020. Hún sat í læknaráði Landspítalans árin 2017-2020. Hún hefur setið í ýmsum nefndum og starfshópum á vegum heilbrigðisráðuneytisins, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Læknafélags Íslands. Hún sat m.a. í samninganefnd Læknafélags Íslands árin 2019-2021 og er nýlega tekin við sem formaður samninganefndarinnar en lætur af þeim störfum nú.

Guðrún Ása er gift Halldóri Benjamín Þorbergssyni og saman eiga þau fjögur börn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta