Hoppa yfir valmynd
10. júní 2022 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður úthlutunar á EFTA tollkvóta 2022-2023

Föstudaginn 4. júní 2022 rann út tilboðsfrestur um EFTA tollkvótum á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss, vegna innflutnings á nautakjöti úr vörulið ex0210.xxxx og ostum ex0406.xxxx fyrir tímabilið 1. júlí 2022 – 30. júní 2023.

Ein umsókn barst um innflutning á nautakjöti úr vörulið ex0210.xxxx, samtals 10.000 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsókn var jöfn því magni sem í boði var eða 10.000 kg.

Tvö tilboð bárust um innflutning ostum, úr vörulið 0406.xxxx, samtals 23.000 kg. á meðalverðinu 20 kr./kg. Hæsta boð var 37 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki um innflutning á 15.000 kg á meðalverðinu 20 kr./kg.

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli reglugerðar 561/2022:

Nautakjöt fyrir tímabilið júlí 2022 – júní 2023

Magn (kg) 

Tilboðsgjafi 

10.000

Ekran ehf.

Ostur fyrir tímabilið júlí 2021 – júní 2022

Magn (kg) 

Tilboðsgjafi

15.000

Nathan & Olsen ehf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta