Hoppa yfir valmynd
13. júní 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fyrsta aðgerðaáætlunin í málefnum hinsegin fólks samþykkt á Alþingi

Þingsályktunartillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir tímabilið 2022 til 2025 var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Um er að ræða fyrstu aðgerðaáætlunina sem snýr eingöngu að málefnum hinsegin fólks.

Markmiðið með áætluninni er að stuðla að framförum og réttarbótum fyrir hinsegin fólk og stuðla að vitundarvakningu um stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Ísland hækkaði um fimm sæti á Regnbogakorti ILGA-Europe í maí sl. og er nú í níunda sæti. Aðgerðaáætlunin sem samþykkt var í dag er m.a. liður í því að þoka landinu enn ofar á Regnbogakortinu.

Skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála í forsætisráðuneytinu mun hafa eftirlit með framfylgd verkefna í áætluninni og birta stöðu aðgerða á myndrænan hátt í sérstöku mælaborði. Fyrirmynd að mælaborðinu má finna í framkvæmdaáætlun um jafnréttismál og forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta