Hoppa yfir valmynd
22. júní 2022 Forsætisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Styrkur veittur vegna 250 ára afmælis vísindaleiðangurs Banks og Solander

Frá sýningu um leiðangur Sir Joseph Banks til Íslands. Mynd/Landsbókasafn Íslands - mynd

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að veita 2,5 m.kr. af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja dagskrá í tengslum við 250 ára afmæli vísindaleiðangurs Sir Joseph Banks og Daniel Solander til Íslands.

Daniel Solander var einn af fremstu vísindamönnunum sem tók þátt í leiðangrinum árið 1772 en hann var náttúrufræðingur og nemandi Linnæusar, eins frægasta grasafræðings sögunnar. Með í för var einnig Uno von Troil sem síðar varð erkibiskup í Uppsölum en hann ritaði bókina Bref rörande en resa till Island um leiðangurinn sem var gefin út 1777. Bókin var þýdd á ensku, frönsku og hollensku og hafði lýsing hans á Íslandi mikil áhrif í Evrópu á 18. öld.

Í tilefni tímamótanna stendur sænska sendiráðið fyrir dagskrá sem mun standa yfir í tvö ár með þátttöku 30 íslenskra samstarfsaðila á 30 stöðum um landið. Verkefnið snýst um samtal vinaþjóðanna Íslands og Svíþjóðar um sameiginlega sögu, sem og loftslag, náttúru og menningu í fortíð, nútíð og framtíð.

Einnig verður haldið verður málþing um leiðangurinn á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands með þátttöku erlendra fræðimanna. Þá hefur verið sett upp sýning helguð leiðangrinum í Landsbókasafni Íslands sem mun standa til loka nóvember nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta