Samkomulag um samstarf Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle, forsætisráðuneytis og utanríkisráðuneytis undirritað
Forsætisráðuneytið, utanríkisráðuneytið og Hringborð Norðurslóða – Arctic Circle hafa endurnýjað samkomulag um samstarf. Er samkomulaginu framlengt til ársloka 2026. Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Ásdís Ólafsdóttir, forstjóri Hringborðs Norðurslóða, undirrituðu samkomulagið fyrr í vikunni.
Samkvæmt samkomulaginu styrkja íslensk stjórnvöld þing Hringborðs Norðurslóða í Hörpu um 15 milljónir króna árlega á samningstímanum. Þar að auki styrkja ráðuneytin viðburð fyrir þátttakendur þingsins um allt að 5 milljónir króna.
Markmið samkomulagsins er að skilgreina og afmarka samstarf aðila varðandi mótun dagskrár og aðra aðkomu að árlegum þingum Hringborðs Norðurslóða og hliðarviðburða.
Hringborðs Norðurslóða var stofnað árið 2013 og er ein helsta aflstöð hugmynda um málefni norðurslóða. Árleg þing þess eru stærsta stefnumót heimsins um málefni svæðisins.