Umsóknarfrestur um embætti skrifstofustjóra mennta- og barnamálaráðuneytisins og forstjóra Menntamálastofnunar framlengdur
Mennta- og barnamálaráðuneytið leitar að starfsmönnum í embætti skrifstofustjóra með stjórnunar- og leiðtogahæfni auk framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum til að mæta þeim miklu áskorunum sem verða við samþættingu menntunar, íþrótta og æskulýðsmála við grunnhugmyndir farsældar á næstu árum. Þá leitar ráðuneytið einnig að stjórnanda með brennandi áhuga og framúrskarandi hæfni í að leiða árangursríkar breytingar í embætti forstjóra Menntamálastofnunar.
Umsóknarfrestur um embættin hefur verið framlengdur til og með 8. ágúst.
Sótt er um embættin á Starfatorgi.