Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Starfshópur um útgáfu vottorða

Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að semja drög að reglugerð um útgáfu vottorða, faglegra yfirlýsinga og skýrslna, ásamt því að  gera tillögur um breytingar á verklagi sem stuðlar að skilvirkari vottorðagerð.

Í 19. gr. laga umheilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, kemur fram að heilbrigðisráðherra sé heimilt að setja nánari reglur um vottorð, álitsgerðir, faglegar yfirlýsingar og skýrslur og skyldur heilbrigðisstarfsmanna hvað þetta varðar.

Starfshópinn skipa

  • Oddur Steinarsson, tilnefndur af Læknafélagi Íslands, formaður hópsins
  • Björn Geir Leifsson, tilnefndur af embætti landlæknis
  • Ingi Steinar Ingason, tilnefndur af embætti landlæknis, miðstöð rafrænna lausna
  • Sigríður Dóra Magnúsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Margrét Ólafía Tómasdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra heimilislækna
  • Rut Gunnarsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Guðrún Björg Elíasdóttir, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands

Guðlín Steinsdóttir, lögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, verður starfsmaður hópsins.

Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum til ráðherra ásamt drögum að reglugerð fyrir 1. nóvember næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta