Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2022 Forsætisráðuneytið

Umboðsmaður barna afhendir forsætisráðherra ársskýrslu embættisins fyrir 2021

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, funduðu í gær þar sem umboðsmaður barna kynnti forsætisráðherra ársskýrslu embættisins fyrir árið 2021.

Í skýrslunni er farið yfir starfsemi embættisins og helstu verkefni þess árið 2021, sem einkenndist af kórónuveirufaraldrinum og stöðu barna í heimsfaraldri. Teknar voru ýmsar ákvarðanir sem snertu börn beint og sýndu þær glögglega mikilvægi þess að mat á hagsmunum barna sé hluti af ákvarðanatöku. Í kjölfar alls þessa er áhersla umboðsmanns barna á að innleiða formlega framkvæmd mats á áhrifum á börn, við mótun stefnu og ákvarðanatöku, á öllum stigum stjórnkerfisins. Það væri liður í áframhaldandi innleiðingu Barnasáttmálans.

Embættið safnaði í þriðja sinn frásögnum barna af reynslu þeirra af því að vera börn á tímum heimsfaraldurs. Þar kemur fram að mörg þeirra fundu fyrir vanlíðan, streitu, kvíða, þunglyndi og einmanaleika. Draga má margvíslegan lærdóm af frásögnum barnanna og full ástæða er til að gefa þeim gaum.

Ársskýrslan kemur eingöngu út á rafrænu formi líkt og síðustu ár

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta