Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2022 Forsætisráðuneytið

Ársskýrslur ráðherra fyrir árið 2021 birtar

Ársskýrslur ráðherra fyrir árið 2021 hafa verið birtar. Skýrslurnar koma nú út í fimmta sinn en markmiðið með útgáfu þeirra er að auka gagnsæi um ráðstöfun og nýtingu fjármuna. Þá er þeim ætlað að vera grundvöllur fyrir umræðu um stefnumörkun og forgangsröðun hins opinbera.

Skýrslurnar byggja á skipulagi Stjórnarráðsins eins og það er eftir breytingarnar sem tóku gildi 1. febrúar sl. Þannig fjalla ráðherrar um þau málefni sem heyra undir sín ráðuneyti nú en umfangsmiklar breytingar voru gerðar á skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta eftir myndun ríkisstjórnarinnar í lok nóvember á síðasta ári.

Birting ársskýrslna ráðherra byggir á ákvæðum laga um opinber fjármál. Þar er kveðið á um að hver ráðherra skuli birta slíka skýrslu þar sem gerð sé grein fyrir niðurstöðu útgjalda málefnasviða og málaflokka og hún borin saman við fjárheimildir fjárlaga. Þá skal í skýrslunum meta ávinning af ráðstöfun fjármuna með tilliti til settra markmiða og aðgerða.

Ársskýrslur ráðherra

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta