Fjölgun endurhæfingarrýma á Eir
Breytingin felur í sér fjölgun endurhæfingarrýma fyrir aldraða einstaklinga. Nú þegar eru 24 endurhæfingarrými á Eir og er stefnt að því að fjölga þeim um samtals 20 rými. Áætlað er að opna 10 ný rými frá og með 10. ágúst næstkomandi og önnur 10 ný rými mánuði síðar.
Rýmin eru ætluð fyrir einstaklinga sem flytjast beint af Landspítala og þurfa á fjölþættri endurhæfingu að halda. Fjölgunin er liður í aðgerðum heilbrigðisyfirvalda til að styðja við starfsemi Landspítala, efla endurhæfingarúrræði og halda betur utan um þarfir eldri einstaklinga. Fjölgun endurhæfingarrýma utan Landspítala létta einnig á því álagi sem skapast hefur í bráðaþjónustu spítalans.