Sjö sóttu um tvö embætti héraðsdómara
Dómsmálaráðuneytið auglýsti nýlega laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara. Annars vegar var auglýst embætti dómara með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness og hins vegar embætti dómara með starfstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómararnir munu þó báðir sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Umsóknarfrestur rann út þann 2. ágúst síðastliðinn.
Umsækjendur, sem allir sækjast eftir báðum embættunum, eru:
- Karl Gauti Hjaltason lögfræðingur.
- Karl Óttar Pétursson lögmaður.
- Sigurður Jónsson lögmaður.
- Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara.
- Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri óbyggðanefndar.
- Þórhallur Haukur Þorvaldsson lögmaður.
- Þuríður Árnadóttir lögfræðingur.
Skipað verður í bæði embættin frá 1. október 2022.