Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Netöryggismánuðurinn 2022: Skráning viðburða

Októbermánuður er á hverju ári helgaður netöryggismálum víða um Evrópu og er Ísland í hópi landa sem taka þátt. Markmið Netöryggismánaðar er að vekja athygli á mikilvægi málaflokksins og er hvatt til þess að viðburðir á sviði netöryggismála séu haldnir í mánuðinum.

Ráðuneyti netöryggismála, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, vill auka sýnileka viðburða tengdum netöryggi og hvetur alla sem standa að slíkum viðburðum til þess að senda inn upplýsingar um viðburðina til birtingar á vefsíðu ráðuneytisins.

Skráningarsíðu má nálgast hér fyrir neðan eða með því að smella hér.

Frekari upplýsingar veitir tengiliður Netöryggismánaðar hjá ráðuneytinu, Elín Sif Kjartansdóttir, [email protected].

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta